Eruð þið tilbúin að “Mála og skála” með okkur? – Myndlistarvöruverslun artsupplies.is
Eruð þið tilbúin að “Mála og skála” með okkur?

Eruð þið tilbúin að “Mála og skála” með okkur?

Vörumerki
ARTSUPPLIES.IS
Verð
7.500 kr
Söluverð
7.500 kr
Verð
Uppselt
Einingaverð
per 
Verð með virðisaukaskatti. Sendingar reiknaðar við afgreiðslu.

Annar viðburður “Mála og skála” verður haldinn á Valentínusardaginn, 14. febrúar í samstarfi við okkar yndislegu nágranna á Kaffi Laugalæk!

Mála og skála er röð málunarviðburða sem haldin er á Kaffi Laugalæk og er styrkt af okkur í Artsupplies.is! Hvort sem þú ert byrjandi eða þaulreyndur málari, er þetta fullkomið tækifæri til að koma saman og eiga góða skapandi stund!

Þema kvöldsins verður gouache málning að þessu sinni, en innifalið í þátttökugjaldinu (sem er 7.500kr á mann), er allt sem til þarf: hágæða gouachelitasett, penslar, pappír og tól, auk svalandi drykkjar á barnum að eigin vali! Að viðburði loknum fær hvert par guachelitasettið og pensla með sér heim til að glæða sambandið lit!

Ef þú náðir ekki að tryggja þér miða, þarf ekki að örvænta. Fleiri Mála og skála viðburðir verða haldnir út önnina. Til að fylgjast með hvenær næstu viðburðir verða haldnir, komandi tilboð og fleira, mælum við með að fylgja fréttabréfinu okkar á artsupplies.is.

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)