Ath. Hægt er að sækja um styrk fyrir þetta námskeið hjá stéttarfélögum!
Lærðu að njóta vatnslitanna í rólegu og hvetjandi umhverfi. Á þessu námskeiði ferðumst við í gegnum undirstöður vatnslitamálunar – frá einfaldri litafræði og málunartækni yfir í beitingu skugga, ljóss og samsetningu myndheildar.
Námskeiðið er ætlað byrjendum og krefst engrar fyrri reynslu. Þátttakendur fá að prófa ólíkar aðferðir, skapa eigin litaprufur og vinna að smærri verkefnum sem leiða upp að stóru lokaverkefni síðustu vikuna.
- Lengd: 8 vikur, ein kennslustund á viku (3 klst.)
- Kennari: Anna Henriksdóttir, starfandi listamaður og kennari
- Hámarksfjöldi: 8 þátttakendur
- Tímasetning: Þriðjudagar kl. 18:15–21:00
Staðsetning: Artsupplies.is, Laugarnesvegur 74a, 104 Reykjavík
Þú lærir meðal annars:
- Grunntækni með penslum og pappír
- Litafræði og vatnslitatækni
- Áferð og skapandi aðferðir (salt, svampur, masking)
- Samsetningu einfaldra mynda, landslags og náttúru
Hentar fyrir:
Alla sem vilja þróa sig áfram í myndlist, prófa ný efni og njóta þess að skapa í litlum hópi með faglegri leiðsögn.
Anna Henriksdóttir er reyndur myndlistarkennari með víðtæka menntun og áratuga reynslu af skapandi starfi og kennslu. Hún starfar við myndlistakennslu hjá Hlutverkasetri, virkniúrræði fyrir fólk sem hefur upplifað áföll, þar sem áhersla er lögð á sköpun, ferli og einstaklingsmiðaða nálgun.
Anna útskrifaðist úr grafíkdeild Handíða- og myndlistaskóla Íslands árið 1983, lauk kennaraprófi frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og meistaragráðu í kennslufræðum árið 2011 með áherslu á fullorðinsfræðslu. Hún hefur kennt myndlist frá árinu 2009 og býr yfir afar fjölbreyttri kennslureynslu.
Kennslusvið hennar nær meðal annars til teikningar, vatnslitamálunar, akrýl- og olíumálunar, skrautskriftar, mótunar (leir, pappír og ull), þrykks, útsaums, hekls, prjóns, sauma og stop motion-myndbandagerðar. Auk þess er Anna brúðuleikari og hannar og smíðar trébrúður ásamt því að skapa brúðuleikrit.
Undanfarin ár hefur hún sótt fjölda sérhæfðra vatnslitanámskeiða hjá erlendum listamönnum á vegum Vatnslitafélags Íslands og einnig stundað nám í olíumálun með áherslu á aðferðir gömlu meistaranna hjá Stephen Lárus Stephens við Myndlistaskóla Kópavogs.
Anna leggur mikla áherslu á trausta tækni, persónulega tjáningu og öruggt, hvetjandi námsumhverfi. Hún hefur djúpa þekkingu á sínu sviði og mikla ánægju af því að miðla henni áfram til nemenda sinna.
Verð: 94.999 kr.