Myndlistarvörur Artsupplies verslun

In our store, You can pick up online orders, have a closer look and shop the items we have on offer. We take great pride in our knowledge and expertise, so if You need any assistance choosing arts and crafts supplies - we will be glad to help!

Location:

Laugarnesvegur 74a
105 Reykjavík
(We are hidden between Kaffi Laugalækur and Brauð&Co, entrance is accesible from Laugalækur street)



Opening times:

Monday: 11.30 - 18.00
Tuesday:
11.30 - 18.00
Wednesday: 11.30 - 18.00
Thursday:
11.30 - 18.00
Friday: 11.30 - 18.00
Saturday: 12.00 - 15.00

Caption

Row

Sem viðbót við netverslunina, opnuðum við notalegt verslunarrými árið 2022. Búðin er staðsett við Laugarnesveg 74a, við hliðina á Kaffi Laugalæk. Þar tökum við vel á móti öllum þeim sem hafa áhuga á því að skapa, sama hversu reyndur viðkomandi kann að vera. Teymið okkar samanstendur einungis af listamönnum sem eru tilbúnir að svara spurningum varðandi vörurnar okkar og bjóða upp á viðeigandi ráðgjöf til að styðja við ykkar listsköpun.

Button label

Caption

Row

Hjá okkur má finna gífurlegt úrval af málningu, málningarburstum og yfirborðum ætluðum bæði teikningu og málun. Vörurnar eru flestar innfluttar frá Ítalíu, Þýskalandi og Póllandi og sérvaldar til að standast okkar eigin gæðakröfur. Þó að búðin sé smá þá skortir ekki fjölbreytileika og allir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi.

Button label

Caption

Row

Netverslunin okkar býður upp á öfluga heimsendingarþjónustu. Við vinnum úr öllum pöntunum innan 48 klukkustunda og sjáum þannig til þess að vörurnar komist sem fyrst á leiðarenda. Auk þess erum við stolt af því að vera eina netverslun Íslands sem býður upp á heimsendingu hvert sem er á landinu, meira að segja til afskekktustu hluta landsins.

Button label

Caption

Row

Árið 2025 hófum við nýjan kafla með því að stofna námskeiðadeild Artsupplies. Okkar markmið er ekki aðeins að selja hágæða myndlistarvörur, heldur líka að kenna hvernig á að nota þau verkfæri og efni sem við bjóðum upp á. Í litlum og notalegum hópum fá þátttakendur leiðsögn frá faglærðum listamönnum sem miðla bæði þekkingu og reynslu. Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið – allt frá stuttum dagsnámskeiðum til 8 vikna námskeiða. Að auki er hægt að bóka einkatíma, námskeið fyrir fyrirtæki og félagasamtök, eða fá okkur í heimsókn hvar sem er á landinu. Hafðu samband og við finnum lausn sem hentar þér og þínum hópi.

Button label

Caption

Row

Eigendur Artsupplies eru myndlistamennirnir Lukas og Weronika. Fyrirtækið er rekið af listamönnum fyrir listamenn og við leggjum áherslu á að úrvalið og þjónustan okkar endurspegli það!

Button label