Vörumerki okkar

Hjá Artsupplies erum við helguð því að bjóða upp á úrval af hágæða myndlistarvörum sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Vörurnar okkar eru vandlega valdar með þarfir listamanna í huga – því við vitum að list á sér engin mörk og að rétt verkfæri og efni skipta sköpum í sköpunarferlinu.

Við erum í nánu samstarfi við virtustu evrópsku framleiðendur á borð við Schmincke, Fabriano, Renesans, Kremer Pigmente, Sennelier, Borciani & Bonazzi, Molotow, RGM, Isabey og fleiri. Þessi einstöku vörumerki sameina áratuga reynslu, hefðir og nýsköpun og tryggja að þú finnir vörur sem henta bæði byrjendum og faglistamönnum.

Sérstök áhersla er lögð á samstarf við minni framleiðendur sem sérhæfa sig í ákveðnum efnum, svo sem pappír eða litum. Þannig getum við boðið upp á vöruúrval sem annars væri ekki aðgengilegt á Íslandi. Við erum stolt af því að vera eina verslunin hér á landi sem býður upp á margar af þessum vörum og vörumerkjum – sérstaklega í flokki hágæða málningar og pappírs.

Í versluninni okkar finnur þú fjölbreyttasta úrval landsins af málningu og undirflötum fyrir mismunandi aðferðir – hvort sem þú vinnur með akrýl, olíu eða vatnsliti. Markmið okkar er að fjarlægja allar hindranir í sköpun og veita þér frelsi til að skapa á þínum eigin forsendum.

þýsk gæði

Schmincke

Schmincke hefur frá árinu 1881 framleitt hágæða liti sem njóta virðingar meðal listamanna um allan heim. Við erum stolt af því að vera eini dreifingaraðili Schmincke á Íslandi, en saga vörumerkisins hér á landi nær aftur til fjórða áratugar síðustu aldar þegar auglýsingar þess birtust í íslenskum dagblöðum. Í dag bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af Schmincke-vörum, þar á meðal frægu HORADAM vatnslitina og MUSSINI olíulitina, sem endurspegla áratuga hefðir, gæði og nýsköpun..

Verslaðu Schmincke

Frönsk listhefð

Sennelier

Sennelier er franskt listefna­merkja með djúpar rætur í alþjóðlegri listhefð, stofnað árið 1887 við Quai Voltaire í París. Frá byrjun hefur merkið verið ráðandi fyrir gæðavit, með stærstu nöfnana á borð við Cézanne, Gauguin, Van Gogh og Degas sem reglulega viðskiptavini.

Árið 1949 átti Sennelier stórt augnablik í litasögu listanna þegar Pablo Picasso fékk þá til að þróa fyrstu faglegu ólíútfærslu olílitablokkanna, svokallaða oil pastels, sem henta til að mála á margs konar undirlag án þess að sprungna eða fölna

Verslaðu Sennelier

listamannarekið

Renesans

Renesans á sérstakan sess í sögu Artsupplies – það var fyrsta vörumerkið sem við tókum í dreifingu og þar með upphafið að versluninni okkar. Við erum í dag opinber dreifingaraðili Renesans á Íslandi og stolt af því að bjóða upp á þetta fjölbreytta vörumerki sem hefur fylgt okkur frá fyrstu dögum.

Renesans var stofnað af listamönnum og er rekið af listamönnum, sem endurspeglast í vörunum sjálfum. Þær sameina hagnýta þekkingu, ástríðu fyrir listinni og vandaða framleiðslu á hagstæðu verði. Með Renesans færðu efni sem eru hönnuð af listamönnum fyrir listamenn – nákvæmlega í takt við okkar eigin gildi.

Verslaðu Renesans

Ítölsk arfleifð

Fabriano

Fabriano er eitt elsta pappírsmerki heims, með sögu sem nær aftur til ársins 1264 á Ítalíu. Í gegnum aldirnar hafa Fabriano-pappírar verið notaðir af sumum af stærstu nöfnum listasögunnar, þar á meðal Michelangelo, Raphael og Goethe. Enn í dag er vörumerkið tákn um ítalska hefð, handverk og framúrskarandi gæði.

Við hjá Artsupplies erum stolt af því að geta boðið íslenskum listamönnum upp á pappír frá Fabriano, sem sameinar aldagamla hefð við nútímalega framleiðslu og umhverfisvænar lausnir. Hvort sem þú vinnur með teikningu, vatnsliti eða grafík, þá finnurðu Fabriano-pappír sem styður þína sköpun til fulls.

Verslaðu Fabriano

Litrík saga

Kremer Pigmente

Kremer Pigmente var stofnað árið 1977 af listfræðingnum og efnafræðingnum Georg Kremer með það markmið að gera sögulega liti og hráefni aðgengileg listamönnum, söfnum og endurgerðaraðilum. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt áherslu á að varðveita og miðla þessari sérþekkingu og býður í dag upp á meira en 1.500 mismunandi litarefni – mörg þeirra framleidd samkvæmt hefðbundnum uppskriftum sem annars hefðu horfið.

Í dag er fyrirtækið rekið af annarri kynslóð, undir stjórn David Kremer, sem heldur áfram að byggja á arfleifð föður síns og þróa vörulínuna með sama brennandi áhuga fyrir litum og gæðum.

Við hjá Artsupplies eigum djúpt samstarf við Kremer Pigmente, sem hófst árið 2024 með útgáfu Icelandic Watercolour Set – vatnslitasetts sem sameinar íslenskt landslag við áralanga sérþekkingu Kremer. Nú er komin út önnur útgáfa settsins og það hefur orðið eitt af okkar vinsælustu og þekktustu vörunum.

Kremer Pigmente stendur fyrir ástríðu, nákvæmni og virðingu fyrir sögu lita – gildi sem við hjá Artsupplies deilum og erum stolt af að miðla áfram til íslenskra listamanna.

Verslaðu Kremer

nýsköpun í pennslagerð

Borciani & Bonazzi

Borciani e Bonazzi hefur framleitt pensla á Ítalíu síðan árið 1951 og er í dag eitt virtasta vörumerki heims á sínu sviði. Frá upphafi hefur fyrirtækið sameinað ítalska handverkshefð og nýjustu tækni til að skapa pensla sem uppfylla strangar kröfur bæði faglistamanna og nemenda.

Penslarnir frá Borciani e Bonazzi eru þekktir fyrir gæði, endingargildi og fjölbreytileika – hvort sem um er að ræða olíu, akrýl eða vatnsliti. Framleiðslan byggir á áratuga sérþekkingu og mikilli ástríðu fyrir listinni, þar sem hvert smáatriði skiptir máli.

Við hjá Artsupplies erum stolt af því að bjóða upp á úrval frá Borciani e Bonazzi, sem hefur orðið að lykilhluta í sköpunarferli margra íslenskra listamanna. Með þessum penslum færðu einstakt jafnvægi á milli hefðar og nýsköpunar – sannkallaðan ítalskan gæðastimpil.

Verslaðu B&B

List án takmarkana

Molotow

Molotow er þýskt vörumerki sem hefur sett nýja staðla í heim graffiti, götulistar og skapandi teiknilista frá því á tíunda áratugnum. Þeir eru þekktir fyrir byltingarkennda One4All akrýlmerkipennana, hágæða úðabrúsana og endurpantanlegar lausnir sem sameina nýsköpun, sjálfbærni og fagleg gæði.

Molotow er ekki aðeins valið vörumerki götulistamanna, heldur einnig fjölmargra myndlistarmanna, hönnuða og kennara sem leita eftir fjölbreyttum og áreiðanlegum litum fyrir ólík efni og yfirborð. Með áherslu á umhverfisvæna framleiðslu og sífellda þróun hefur vörumerkið skapað sér alþjóðlega sérstöðu.

Verslaðu Molotow

Frönsk fullkomnun

Isabey

Isabey er franskt vörumerki með yfir 100 ára hefð í framleiðslu hágæða pensla. Frá stofnun árið 1895 hefur Isabey sameinað nákvæmt handverk og bestu náttúrulegu hráefni til að skapa pensla sem uppfylla ströngustu gæðakröfur faglistamanna um allan heim.

Penslarnir eru handgerðir í Frakklandi af sérhæfðum iðnaðarmönnum sem miðla áfram áratuga þekkingu og reynslu. Þeir eru sérstaklega þekktir fyrir vatnslitapensla sína, sem veita listamönnum einstaka stjórn, mýkt og nákvæmni.

Verslaðu Isabey

ítalskt handverk

RGM

RGM er ítalskt vörumerki sem hefur sérhæft sig í handsmíðuðum málningarsköfum og listatólum frá árinu 1961. Fyrirtækið er staðsett í Premana í Ítalíu, svæði sem er þekkt fyrir smíði hágæða verkfæra. Hvert verkfæri er unnið af mikilli nákvæmni og með áratuga handverkshefð að baki.

RGM er val margra faglistamanna þegar kemur að málningarsköfum, módelverkfærum og prentverkfærum – þekkt fyrir gæði, þægindi og einstaka endingu. Vörurnar sameina hefðbundna ítalska framleiðslu með stöðugri nýsköpun og hafa orðið ómissandi hluti af sköpunarferli listamanna um allan heim.

Verslaðu RGM