Collection: Sennelier

Árið 1887 opnaði efnafræðingurinn Gustave Sennelier listavöruverslun sína í París, rétt við Louvre safnið og l’École des Beaux-Arts. Skuldbinding hans til gæða og vandaðra rannsókna á sögu litadufts leiddi af sér málningarframleiðslu sem vakti fljótt aðdáun meðal fólks í listheiminum. Litir Sennelier voru þekktir fyrir ríka og skæra tóna í hæsta gæðaflokki, og setti vörumerkið hátt á toppinn sem viðmiðunarstaðall hjá listamönnum.

Á 130 árum hefur Sennelier nafnið orðið að eins konar samheiti fyrir bæði hefð og nýsköpun. Þessi skuldbinding við tímalaust listfengi í bland við nútímavædda efnafræði hefur veitt Sennelier færi á að framleiða liti sem hrífa listamenn í dag, og mega þeir til með að halda áfram að heilla næstu kynslóðir listamanna í framtíðinni.