Algengar spurningar – Námskeið

[English below]

❓ Algengar spurningar – Námskeið hjá Artsupplies.is

Hversu löng eru námskeiðin?

Hvert námskeið stendur yfir í 8-12 vikur, með einni 3 tíma kennslustund á viku.

Hversu margir eru í hópnum?

Við höldum hópunum litlum og persónulegum — yfirleitt 8–10 þátttakendur. Þannig fær hver og einn pláss til að læra, prófa sig áfram og fá einstaklingsmiðaða leiðsögn.

Eru efni innifalin?

Já! 🎨 Öll efni eru innifalin í tímum. Þú þarft hvorki að kaupa né koma með neitt með þér.
(Athugaðu að efnin eru aðeins til notkunar í kennslustundum og eru ekki tekin með heim.)

Hverjir kenna námskeiðin?

Öll námskeið eru kennd af starfandi listamönnum og reyndum kennurum. Við trúum því að best sé að læra af fólki sem lifir og andar listinni á hverjum degi.

Hvar fara námskeiðin fram?

Í verslun og vinnurými okkar:
Myndlistarvöruverslunin Artsupplies.is
Laugarnesvegur 74a, 104 Reykjavík.

Hvað ef ég þarf að hætta við?

  • Tveimur vikum fyrir námskeið: Full endurgreiðsla.

  • Milli einnar og tveggja vikna fyrir námskeið: 50% endurgreiðsla.

  • Viku eða skemur fyrir námskeið: Engin endurgreiðsla.

Getur námskeiðið verið fellt niður?

Já — ef ekki næst lágmarksfjöldi (minnst 6 þátttakendur), áskiljum við okkur rétt til að fella námskeið niður. Þá færðu fulla endurgreiðslu.

Hvað ef ég missi af tíma?

Ef þú missir úr kennslustund bjóðum við því miður hvorki endurgreiðslu né að koma í staðinn í annan tíma.

Get ég fengið styrk hjá stéttarfélagi?

Já! Mörg stéttarfélög niðurgreiða endurmenntun. Þú getur sótt um að fá námskeiðsgjaldið endurgreitt að hluta eða öllu leyti í gegnum þitt stéttarfélag. Við gefum út kvittanir og staðfestingar ef þess er óskað.

[ENGLISH]

❓ Frequently Asked Questions – Artsupplies.is Courses

How long are the courses?

Each course runs for 8-12 weeks, with one 3-hour class per week.

How many people are in a group?

We keep groups small and personal — usually 8–10 participants. This gives everyone space to learn, experiment, and get individual attention.

Are materials included?

Yes! 🎨 All materials are provided during lessons. You don’t need to buy or bring anything.
(Please note: materials stay in the classroom and are not taken home.)

Who teaches the courses?

All our courses are taught by practicing artists and experienced teachers. We believe in learning from people who live and breathe art every day.

Where do the courses take place?

At our store and studio space:
Myndlistarvöruverslunin Artsupplies.is
Laugarnesvegur 74a, 104 Reykjavík.

What if I need to cancel my spot?

  • Up to 2 weeks before the course: Full refund.

  • Between 1–2 weeks before: 50% refund.

  • 1 week before or less: No refund.

Can the course be cancelled?

Yes — if there are not enough participants (minimum 6 per course), we may cancel. In this case, you will receive a full refund.

What if I miss a class?

If you miss a session, unfortunately we cannot offer refunds or replacement classes.

Can I get a refund through my labour union?

Yes! Many labour unions in Iceland support continuing education. You can apply for a refund of your course fee through your union. We provide receipts and confirmation letters if needed.

Caption

Row

Sem viðbót við netverslunina, opnuðum við notalegt verslunarrými árið 2022. Búðin er staðsett við Laugarnesveg 74a, við hliðina á Kaffi Laugalæk. Þar tökum við vel á móti öllum þeim sem hafa áhuga á því að skapa, sama hversu reyndur viðkomandi kann að vera. Teymið okkar samanstendur einungis af listamönnum sem eru tilbúnir að svara spurningum varðandi vörurnar okkar og bjóða upp á viðeigandi ráðgjöf til að styðja við ykkar listsköpun.

Button label

Caption

Row

Hjá okkur má finna gífurlegt úrval af málningu, málningarburstum og yfirborðum ætluðum bæði teikningu og málun. Vörurnar eru flestar innfluttar frá Ítalíu, Þýskalandi og Póllandi og sérvaldar til að standast okkar eigin gæðakröfur. Þó að búðin sé smá þá skortir ekki fjölbreytileika og allir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi.

Button label

Caption

Row

Netverslunin okkar býður upp á öfluga heimsendingarþjónustu. Við vinnum úr öllum pöntunum innan 48 klukkustunda og sjáum þannig til þess að vörurnar komist sem fyrst á leiðarenda. Auk þess erum við stolt af því að vera eina netverslun Íslands sem býður upp á heimsendingu hvert sem er á landinu, meira að segja til afskekktustu hluta landsins.

Button label

Caption

Row

Árið 2025 hófum við nýjan kafla með því að stofna námskeiðadeild Artsupplies. Okkar markmið er ekki aðeins að selja hágæða myndlistarvörur, heldur líka að kenna hvernig á að nota þau verkfæri og efni sem við bjóðum upp á. Í litlum og notalegum hópum fá þátttakendur leiðsögn frá faglærðum listamönnum sem miðla bæði þekkingu og reynslu. Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið – allt frá stuttum dagsnámskeiðum til 8 vikna námskeiða. Að auki er hægt að bóka einkatíma, námskeið fyrir fyrirtæki og félagasamtök, eða fá okkur í heimsókn hvar sem er á landinu. Hafðu samband og við finnum lausn sem hentar þér og þínum hópi.

Button label

Caption

Row

Eigendur Artsupplies eru myndlistamennirnir Lukas og Weronika. Fyrirtækið er rekið af listamönnum fyrir listamenn og við leggjum áherslu á að úrvalið og þjónustan okkar endurspegli það!

Button label